Engir hlutir í lista
 
 
 
 

Hliđarsíđur

Prenta

Algengar spurningar um vörubretti

Hvaða stærðir og gerðir eru framleiddar?

Hverjir nota vörubretti frá Borgarplasti?

Er hægt að merkja vörubrettin?

Hvaða litir eru í boði?

Hvað með burðargetu?

Er hægt að skrá innihald á vörubretti og tengja það birgðaskráningarkerfi?

Þola plastbretti frost?

 


 

Hvaða stærðir og gerðir eru framleiddar?

Tvær gerðir af stöðluðum plastbrettum eru framleiddar í eftirfarandi grunnstærðum:
· Evrópubretti, 800 x 1200 mm
· Iðnaðarbretti, 1000 x 1200 mm
Báðar gerðirnar eru framleiddar í þremur útfærslum:
· Með upphleyptri þekju, án kanta.
· Með sléttri þekju og 22 mm háum innanáliggjandi köntum.
· Sama með utanáliggjandi köntum (+30 mm við utanmál).
Fyrstu tvær útfærslurnar uppfylla allar kröfur alþjóðlega flutningastaðalsins ISO 6780. Síðasta útfærslan með utanáliggjandi köntum hentar vel þar sem kostur er að geyma ISO staðlaðar umbúðir innan kanta.
Borgarplast framleiðir sérsmíðuð plastvörubretti með köntum fyrir 70 og 90 lítra plastfiskikassa. Þessi vörubretti uppfylla ekki kröfur ISO 6780 hvað varðar grunnstærð, en að öðru leyti uppfyllir vörubrettið kröfur staðalsins.

 

Hverjir nota vörubretti frá Borgarplasti?

Brettin eru bæði endurvinnanleg og sérstaklega auðveld í þrifum. Þau eru hönnuð með lyfja- og matvælaiðnaðinn í huga. Þau eru með tvöfalda þekju og því algerlega lokuð sem kemur í veg fyrir söfnun óhreininda. Helstu kaupendurnir eru lyfja- og matvælaframleiðendur, dreifingaraðilar matvæla, bakarí, lyfjadreifendur, o.s.frv.

 

Er hægt að merkja vörubrettin?

Það er mögulegt að grafa 2-3 stafi eða tölustafi á vörubrettin. Að merkja vörubretti er tímafrek vinna og þess vegna er tekið aukagjald fyrir það.

 

Hvaða litir eru í boði?

Staðalliturinn er blár. Ef pöntuð eru fleiri en 50 vörubretti er hægt að velja um fleiri liti.

 

Hvað með burðargetu?

Burðargeta staðlaðs vörubrettis (miðað við jafn dreift álag) er 1000 kg við meðhöndlun, stöðu á sléttu yfirborði og klæddum vöruhillum. Ef brettin hvíla einungis á endunum, t.d. í vöruhillum er langtíma burðargetan um 300 kg.

 

Er hægt að skrá innihald á vörubretti og tengja það birgðaskráningarkerfi?

Hægt að koma fyrir flögum (RF-ID) í skjóli inni í vörubrettum fyrir rafræna skráningu og/eða aflestur með áframhaldandi tengingu við birgðakerfi fyrirtækis.
Gera þarf ráð fyrir skjóli fyrir flögur þegar brettið er framleitt.

 

Þola plastbretti frost?

Já, plastbretti þola frost og eru notuð í köldu loftslagi, en hafa ber í huga að við mikinn kulda verða þau brothættari og krefjast varfærni í meðhöndlun. Ekki ætti að nota plastbretti við hitastig sem er lægra en -30° C.