Engir hlutir ķ lista
 
 
 
 

Hlišarsķšur

Prenta

Algengar spurningar um ker

Hvaða gerðir og stærðir af kerum eru framleiddar?

Hver er munurinn á PUR einangruðum (háeinangrandi) og PE einangruðum (sérstyrktum) kerum?

Hvar eru sérstyrktu kerin helst notuð?

Hvar eru háeinangrandi kerin helst notuð?

Eru öll ker endurvinnanleg?

Hvaða litir eru í boði?

Hvaða tegundir af merkingum eru í boði?

Hversu þétt eru lokin?

Passa sömu tappar í frárennslisop allra keranna?

Eru kerin fáanleg án frárennslisopa?

Hve hátt má hlaða fullhlöðnum kerum?

Þola ker frost?

Hver er líftími einangraðra kera?

Hvenær á að setja fisk á ís eða kælingu?

Hvert er algengt ís/fisk hlutfall af ferskvatnsís í kerum?

Hvað með aðrar kæliaðferðir á fiski?

 


Hvaða gerðir og stærðir af kerum eru framleiddar?

Við seljum tvær gerðir af kerum, sérstyrkt (PE) og háeinangrandi (PUR) í ellefu stærðum með rúmmál frá 260 til 1.250 lítra.
Háeinangrandi gerðin er fáanleg í öllum framleiddum stærðum, en sérstyrktu kerin í fimm stærðum. Sjá töflu á kerasíðunni.
Stærðir 400, 450, 600 og 700 uppfylla allar kröfur alþjóðlega flutningastaðalsins ISO 6780. Þau eru fáanleg bæði sérstyrkt og háeinangrandi, nema stærð 450, sem er einungis fáanleg háeinangrandi.

Hver er munurinn á PUR einangruðum (háeinangrandi) og PE einangruðum (sérstyrktum) kerum?

PUR ker eru einangruð með Polyurethane frauði, sem hefur sérstaklega hátt einangrunargildi. Varmaleiðnitala PUR sem notuð er við keraframleiðsluna er um lambda ~ 0.023 W/m°K.
Ker einangruð með Polyethylene (PE) frauði eru með varmaleiðnitölu (lambda ~ 0.065 W/m°K ) sem er um 70% hærri en PUR og telst því lakari kostur sem einangrun. PE einangruð ker þola mun meira álag en PUR einangruð ker, enda um 30% þyngri.

 

Hvar eru sérstyrktu kerin helst notuð?

Sérstyrktu kerin, einangruð með Polyethylene (PE) frauði, eru endurvinnanleg þar sem þau eru framleidd úr einu hráefni. Þau eru eru verulega burðarmeiri en Polyurethane (PUR) einagruð ker, hæfari fyrir hærri stöflun fullhlaðin, þola geymslu heitra vökva mun betur en PUR ker. Þau eru einnig notuð þar sem krafa um einangrun er lítil eða enginn. Sem dæmi um slíka notkun er flutningar á kjöt- og fiskafurðum með kælibílum. Kerin eru einnig heppileg sem geymsla á kældum matvörum í kælirýmum.
Kerin henta vel í saltfiskvinnslu, í lageringu á rækju, skelfisksvinnslu og víðar þar sem álag frá innihaldinu er mikið. Á hinn bóginn eru kerin mun þyngri (um 30%) en PUR einagruð ker og henta þau því ekki mjög vel þar sem þarf að færa til tóm ker til með handafli eins t.d. tíðkast um borð í fiskiskipum.

 

Hvar eru háeinangrandi kerin helst notuð?

Háeinangrandi kerin, Polyurethane (PUR einangruð), eru sérstaklega notuð þar sem krafa um einangrun er mikil, nauðsynlegt að viðhalda jöfnu hitastigi á innihaldinu og umhverfishitinn er hærri/lægri en á innhaldi kersins.
Þar sem um er að ræða vöru framleidda úr tvenns konar efnum, s..s. Polyethylene í ytra byrði og PUR einangrun, er kerið ekki endurvinnanlegt samkvæmt alþjóðlegum skilgreiningum. Kerin eru mun léttara (um 30%) og þar með auðveldari í meðhöndlun en PE einangruð (sérstyrkt) ker. Þau hafa minni burðargetu en PE einangruð ker.
Kerin henta sérstaklega vel í meðhöndlun á ferskum fiski og vörum sem geyma þarf á ís utan kælirýma, eða þar sem kælitæki eru ekki við hendina.

 

Eru öll ker endurvinnanleg?

Einungis sérstyrkt ker, einangruð með PE, eru endurvinnanleg samkvæmt alþjóðlegum skilgreiningum. Háeinangrandi ker, einangruð með Polyurethane (PUR), eru ekki endurvinnanleg samkvæmt sömu skilgreiningu.

 

Hvaða litir eru í boði?

Drapplitur er algengastur og ker á lager eru í þeim lit. Gulur, appelsínugulur, grár og blár litur er fáanlegur án aukagjalds ef a.m.k. 40 ker eru pöntuð. Aðrir litir eru einnig fáanlegir. Hafa skal í huga að margir litir henta ekki til að blandast Polyethylene þar sem þeir gera plastefnið stökkara og brothættara en heppilegt getur talist. Hér er átt við svokallaða harða liti.

 

Hvaða tegundir af merkingum eru í boði?

Við bjóðum upp á þrjár gerðir af merkingum: fræsingu, „Mould-in Graphics" (MIG) og silkiprentun. Fræsing er algengasta, ódýrasta og varanlegasta merkingin og felur í sér að stafir og/eða tölur eru fræstar um 2 mm inn í veggi kersins. MIG er flóknari og dýrari aðferð heldur en fræsing og silkiprent en felur í sér möguleika á að nota fleiri en einn lit sem silkiprent gerir ekki. Aðferðin hentar vel fyrir flóknari merkingar t.d. vörumerki (logo). Silkiprentun er „monochrome" og hentar þegar merkja á stóra fleti t.d. vörumerki, en endist ekki eins vel og MIG aðferðin.

 

Hversu þétt eru lokin?

Samskeyti kera og loka eru ekki vatnsheld. Hins vegar vernda þau innihaldið gegn utanaðkomandi áreiti. Lokin eru fest við kerin með sterkum gúmmíteygjum.

 

Passa sömu tappar í frárennslisop allra keranna?

Já, 50 mm (2") plasttappar (með grófum gengjum) passa í alla staðlaða kerafram-leiðslu Borgarplasts.

 

Eru kerin fáanleg án frárennslisopa?

Já, en ekki á lager.

 

Hve hátt má hlaða fullhlöðnum kerum?

Þegar verið er að stafla fullhlöðnum kerum á alltaf að hafa í huga ástand þeirra og öryggi þeirra starfsmanna sem vinna við stöflunina eða eru að vinna í nágrenni við kerastæðurnar. Gömul og slitin ker þola ekki stöflun fullhlaðin. Hafa skal í huga að það fer ekki vel með ker að stafla þeim í mjög margar hæðir og getur verið stórhættulegt ef of langt er gengið í stöfluninni og neðsta kerið sligast undan álaginu og kerstæðan hrynur.

 

Þola ker frost?

Já, ker þola frost og eru notuð í köldu loftslagi, en hafa ber í huga að við mikinn kulda verða þau brothættari og krefjast varfærni í meðhöndlun. Ekki ætti að nota ker við hitastig sem er lægra en -30° C. Það er ekki ráðlegt undir neinum kringumstæðum að nota plastker til að frysta vökva eða mat sem inniheldur vökva. Þensla innihalds vegna frystingar hefur í för með sér varanlega skemmd á kerinu.

 

Hver er líftími einangraðra kera?

Líftími kera veltur á meðhöndlun og viðhaldi keranna. Þumalputtareglan er að meðallíftími kera sé 6-8 ár miðað við góða meðhöndlun og reglubundið viðhald. Margir stórnotendur kera halda því fram að góð hönnun og strangt gæða- og framleiðslueftirlit á Borgarplastkerum þýði að viðhaldskostnaður keranna sé verulega lægri en viðhaldskostnaður sambærilegra kerum frá öðrum framleiðendum.

 

Hvenær á að setja fisk á ís eða kælingu?

Alltaf og þá eins fljótt og mögulegt er, eftir að fiskur er kominn á þurrt. Markmiðið era ð kæla fisk niður í 0 til +2°C á innan við sex klukkustundum eftir að hann kemur um borð í fiskibát.

 

Hvert er algengt ís/fisk hlutfall af ferskvatnsís í kerum?

Til að kæla fisk er almennan reglan sú að 0,0125 kg af ferskvatnsís kælir 1 kg af fiski niður um 1° C.
Algengast er að kæla fiskinn niður í +1 til +2 º C og það sem allra fyrst eftir að hann kemur upp úr sjó. Til að viðhalda slíku hitastigi þarf ákveðið magn af ís að koma til. Viðeigandi magn ákvarðast m.a. af hitastigi í umhverfinu. Sem dæmi má nefna að ef hitastig í skipslest er +5° C þá þarf að bæta við mjög litlum ís. Hinsvegar ef umhverfishitastig er +15º C er þörf á mun meiri ís.
Þykkt einangrunar í kerum er mismunandi og veltur það á stærð þeirra. Það skiptir einnig máli hvort kerin eru einangruð með Polyurethane (PUR) eða Polyethylene (PE), auk nokkurra fleiri þátta. Sérstyrkt (PE einangruð) ker hafa einungis sem nemur 1/3 af einangrunargildi sambærilegra stærða af PUR einangruðum kerum.

 

Hvað með aðrar kæliaðferðir á fiski?

Ís sem er framleiddur úr sjó eða ferskvatni blönduðu salti getur fryst fiskinn sé saltmagnið of mikið og þannig tapast gæði. Rétt blandaður saltvatnsís kælir 3-4 hraðar en ferskvatnsís.
Ískrapi, sem telst vera það nýjasta í kælitækni fisks, er blanda af ís, ferskvatni og réttu magni af salti. Ískrapi kælir mjög hratt eða allt að 9-10 sinnum hraðar en ferskvatnsís, allt að 5-6 sinnum hraðar en sjávarís og 3-4 hraðar en svokölluð RSW kerfi (kaldur sjór).
Ískrapi er heppilegur í styttri veiðiferðum, en ýmsir ókostir hans koma fram í lengri veiðiferðum (sjö dagar og lengri).
Krapi er einnig oft notaður til að slæva lax fyrir slátrun og slátra öðrum hlýsjávar- fisknum t.d. barra.