Engir hlutir ķ lista
 
 
 
 

Hlišarsķšur

Prenta

Almennar spurningar

Hvaða hráefni er notað við framleiðslu á kerum og vörubrettum og hvaða reglugerðir verður hráefni að uppfylla til að henta notkun í matvæla- og lyfjaiðnaði?

Hráefnið er Polyethylene sem eftirfarandi aðilar, auk annarra, hafa samþykkt til notkunar í matvæla- og lyfjaiðnaði:

• US FDA (bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitið)

• US DA (bandaríska landbúnaðarráðuneytið)

• Reglugerðir ESB: 90/128/EEC, 92/39/EEC, 93/9EEC, 95/3/EC og 96/11/EC, hluti A.

• Reglugerðir Hollustuverdar ríkisins um þessi mál.

Hvað er ISO 6780?

Þetta er alþjóðlegur flutningastaðall sem skilgreinir og veitir leiðbeiningar um staðlaðar grunnstærðir hverskonar umbúða, vörubretta, kera og fjölmargra annara hluta. Staðalinn tekur einnig á ýmsum öðrum málsetningum svo sem stærðum lyftara- og gólflyftaragata á vörubrettum, kerum og öðru sem á að færa með þessum búnaði.

Algengar grunnstærðir eru 800x1200 og 1000x1200 mm en stærstur hluti vörubretta heimsins eru í þessum tveimur stærðum og m.a. reyna flestir umbúða- og tækja- framleiðendur að aðlaga sínar umbúðir og tæki að annari eða báðum þessara stærða, sé það hægt.

Hversu langur er afhendingartíminn?

Lagervara hefur hefðbundinn afhendingartíma frá því að afhendast samdægurs og upp í viku, eftir magni og verkefnastöðu hjá fyrirtækinu. Sérpantanir hafa, á sömu forsendum, afhendingartíma 1-3 vikur, nema um sé að ræða verulegt magn.

Hverjir eru afhendingarstaðirnir?

Samkvæmt óskum kaupanda.