Engir hlutir ķ lista
 
 
 
 

Borgarplast

Prenta

Alžjóšlegi flutningastašallinn ISO 6780

Staðallinn hefur í auknum mæli verið að ryðja sér rúms við ákvarðanir um stærð á hverskonar flutningarýmum á landi, sjó og lofti. Einnig eru stærðir umbúða sniðnar að staðlinum.

Þróun í hönnun

Þróunin hefur verið sú að sjógámar, geymslurými, tæki, umbúðir og tæki til vöruflutninga séu hönnuð með kröfur ISO 6780 í huga.

Gerðir

Ker í stærðum 400, 450, 600 og 700 uppfylla kröfur ISO 6780. Þau eru fáanleg bæði háeinangrandi og sérstyrkt, nema í stærð 450 sem er einungis fáanleg háeinangrandi.

Iðnaðar-og Evrópubretti Borgarplasts án kanta og með innanáliggjandi köntum eru í samræmi við staðalinn.
Sömu gerðir með utanáliggjandi köntum henta vel þar sem kostur er að ISO staðlaðar umbúðir hvíli innan kanta en lendi ekki upp á köntunum.

Auðveldari meðhöndlun með gólflyftara

Annað dæmi er að fjórhliða aðgangur gaffla- og gólflyftara gerir meðhöndlun t.d. vörubretta og fiskikera mun auðveldari.

Auk ISO 6780 keranna hafa gerðir 300 og 350 fjórhliða aðgengi fyrir gaffal- og gólflyftara.

Allar gerðir af Borgarplastvörubrettum hafa aðgengi fyrir gaffla- og gólflyftara frá fjórum hliðum. Það gerir meðhöndlun auðveldari.

Eykur nýtingu flutningarýmis

Eitt dæmi um kosti þess að nota ker sem standast kröfur ISO 6780, er að nýting á flutningarými getur aukist. Dæmi um allt að 15% aukningu sé stærð 400 notuð í stað stærðar 460, sem er 3 cm breiðari og lengri.

Framtíð í flutningum

Þróun og hönnun nýrra gerða sjógáma, flutningarýma, vélbúnaðar, umbúða og ýmissa tækja, hefur í stórauknum mæli verið í takt við kröfur ISO 6780.